Tugir þúsunda söfnuðust saman í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í dag og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar og kosninga sem fyrst. Mótmælendur kyrjuðu slagorð á borð við „Þjófar!”, „Burt með ríkisstjórnina!” og „Réttlæti, ekki spilling!” Samkvæmt rúmenskum fjölmiðlum hópuðust á bilinu 30 – 50.000 manns saman utan við stjórnarráðsbygginguna í Búkarest til að mótmæla spillingu, bágum kjörum launafólks og tilraunum ríkisstjórnarinnar til að grafa undan dómstólum landsins.
Hermt er að mótmælin hafi verið skipulögð af Rúmenum sem búa og starfa erlendis og að stór hluti mótmælenda hafi einnig verið úr þeirra hópi; fólk hafi lagt leið sína heim til Rúmeníu gagngert til að taka þátt í mótmælunum og sýna þannig óánægju sína með ríkisstjórnina í verki.
Lögregla beitti táragasi og háþrýstidælum
Mótmælin fóru friðsamlega fram lengst af en þegar nokkrir úr hópi mótmælenda freistuðu þess að komast framhjá tálmum lögreglu brást lögregla við með táragasi og háþrýstidælum. Um 200 mótmælendur þurftu að leita sér aðhlynningar í framhaldinu og um tugur lögreglumanna gerði hið sama, eftir að mótmælendur svöruðu með flösku- og grjótkasti.
Klaus Johannis, Rúmeníuforseti, fordæmdi það sem hann kallaði óhóflega valdbeitingu lögreglu gegn mótmælen…
Descoperă mai multe la Islanda 🇮🇸 mapamond🌐media
Abonează-te ca să primești ultimele articole prin email.