Staðfesti fangelsisdóm yfir fyrrverandi forsætisráðherra
Hæstiréttur í Rúmeníu staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Adrian Năstase, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.
Hann var sakfelldur í undirrétti í byrjun ársins fyrir spillingu. Năstase var forsætisráðherra í Rúmeníu á árunum 2000 til 2004. Sannað þótti að hann hefði dregið sér jafnvirði 275 milljóna króna úr opinberum sjóðum til að fjármagna baráttu sína fyrir forsetakjöri árið 2004. Hann laut þá í lægra haldi fyrir hægrimanninum Traian Băsescu, sem enn situr á forsetastóli.
Staðfesti fangelsisdóm yfir fyrrverandi forsætisráðherra | RÚV
Descoperă mai multe la Islanda 🇮🇸 mapamond🌐media
Abonează-te ca să primești ultimele articole prin email.